Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008

síðasti dagurinn

 

 

þá er komið að þessu..  minna en sólarhringur í að þessu verður lokið! dagurinn í dag er búinn að fara í æfingar og aftur æfingar og svo var generalprufa sem foreldarnir fengu að koma horfa á .. bara gaman að hitta mömmu tinnu pabba og siggu :) 

 síðustu daga erum við bara búnar að vera á hótelinu á æfingum og borða þess á milli.. á mánudaginn var samt fjölskyldudinnerinn þar sem pabbi kom.. mjög skemmtilegt kvöld , fyrsta kvöldið þar sem var smá jólastemning allt voða skreytt og jólatré og jólalög og mikði dansað í endann..

 daginn fyrir það var talent showið..það var lika eitt af skemmtilegustu kvöldunum hérna.. mjög flott atriði.. barbados vann , var með söngatriði.. 

 

er ekkert búin að nenna að blogga, búin að vera svo ótrúlega þreytt..  ætlaði bara að henda inn nokkrum línum áður en ég fer að sofa ... verður gaman að sjá hvernig þetta fer á morgun.. 

 Hlakka ótrúlega til að hitta alla ! :)


miss sports woman

 

 

Þá er þriðju fast track keppninni lokið.. miss beach beauty buið og top model og i dag var miss sports woman sem að ég sigraði í  W00t  ..og það þýðir að ég er komin í 15 mann úrslit á lokakvöldinu.. er alveg í skýjunum hérna!!

 

þetta var ótrúlega skemmtilegur dagur.. byrjaði á því að liðið mitt skiptist i tvennt og við bjuggum til 2 báta úr  pappa,plastpoka og teipi.. .það var mjög fróðlegt vorum samt með góðar leiðbeiningar og bjuggum til þessa fínustu báta ! svo var komið að keppni á vatninu þurftum að fara í race á bátunum, ég og guyana unnum auðvitað okkar lotu  Grin

 eftir það var einstaklingskeppni þar sem kepptum í armbeygjum,magaæfingum,spretthlaupi og einhverju svona krikket /boltakasti.. eftir það voru topp 6 stelpur kynntar og ásamt mér voru þar grikkland,ísrael,nigeria,portugal og peru.. við vorum látnar fara í vítaspyrnukeppni, aldrei hefði mig grunað að ég væri svona góð í því haha ! skoraði í öllum skotunum sem ég fekk..

8c1bc93aeee29d130fc9df0557bda5e6-sf425225.jpg

 

 

 

 

 

 

 

guatemala,indland,ég,el salvador og gibraltar ánægðar með daginn :)

 

svo á morgun þa er charity dinner hérna þar sem við gefum allar gjöf frá landinu okkar sem verður sett á uppboð og ágóðinn rennur til styrktarmála..

og á sunnudaginn er talent show sýningin.. ég komst ekki inn þar komust bara 16 stelpur áfram en við ætlum auðvitað að mæta og styðja við bakið á Lisu okkar frá Danmörku og írland og gibraltar stelpur úr hópnum okkar... vona innilega að einhver af þeim taki þetta :D

styttist svo í að ég hitti pabba.. hann kemur á manudaginn get ekki beðið! og þá um kvöldið er fjölskyldudinnerinn þar sem fjölskylda allra stelpanna kemur sem er mætt hérna til afríku:)

 ætla að segja þetta gott í kvöld þar sem ég er alveg að leka niður úr þreytu.. vildi bara aðeins segja ykkur frá þessum degi!

Bestu kveðjur

alexandra


desember

 

 þið verðið að afsaka hvað ég er búin að vera löt að blogga :)  annars er allt gott að frétta frá afríkunni. Desembermánuður genginn í garð, trúi því varla. Er í engu jólastuði, það er alltof mikil sól og hiti hérna til þess að komast í jólagír..  verður fínt að koma bara heim í snjóinn held eg.. við íslendingarnir erum ekkert gerðir fyrir alltof mikinn hita!

 Annars er allt komið á fullt núna hjá okkur búnar að fara á nokkrar æfingar fyrir lokakvöldið og í dag var líka æfing fyrir top model keppnina sem verður haldin á morgun í soweto. Þar verður við í kjólum eftir afríkanska hönnuði, sömu kjólar og ég talaði um í seinasta bloggi.. hrikalega flottir. Beach beauty keppnin er líka búin og var það mexico sem tók hana og rúllaði þessu upp, átti það alveg skilið stelpan hún er mjög flott :)

 Svo skilst mér að á föstudaginn sé Sports woman keppnin.. ég og linda erum ótrúlega spenntar fyrir henni, held að allar stelpurnar séu frekar spenntar fyrir henni! Er ekki ennþá búin að fá að vita neitt með talent showið..

 Svo er ég ekki ennþá búin að fá töskuna mína !! er alveg að renna út á fötum hérna.. ótrúlega óþægilegt þeir eru ekkert að drífa sig í að græja þetta fyrir mig..  Erfitt að standa í þessu þegar maður má ekki gera neitt sjálfur hérna eða fara neitt einn, en ég vona bara að þeir standi við það að ná í hana í fyrramálið :) 

 erum búnar að hlæja svo mikið af því stelpurnar að við eigum örugglega ekki eftir að mála okkur og krulla á okkur hárið í 2 mánuði eftir að við komum heim.. frekar fyndið að vakna og græja sig svona mikið á morgnanna..  kannski maður gefi samt aðfangadegi séns ;)

Heyrðu aðeins í pabba áðan það er allt að gerast hja honum í veiðunum núna.. hitti hann svo 8.des eftir bara 6 daga.. get ekki beðið!! hann ætlar að koma í family dinnerinn sem verður haldinn.. svo fer hann samferða mér heim 14.des.. förum sem betur fer um kvöldið heim þannig eg fæ þennan eina dag til þess að versla smá, fáum ekki að kíkja neitt sjálfar..

 

 annars hef ég ekkert neitt rosalega spennandi að segja ykkur frá núna..   reyni að updatea sem fyrst þegar eh spennandi gerist :)

 

bestu kveðjur alexandra helga ..


Höfundur

Alexandra Helga Ívarsdóttir
Alexandra Helga Ívarsdóttir
Heiti Alexandra Helga og er 19 ára . Er að blogga um miss world ævintýrið mitt endilega fylgist með :)

Færsluflokkar

Eldri færslur

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband