desember

 

 þið verðið að afsaka hvað ég er búin að vera löt að blogga :)  annars er allt gott að frétta frá afríkunni. Desembermánuður genginn í garð, trúi því varla. Er í engu jólastuði, það er alltof mikil sól og hiti hérna til þess að komast í jólagír..  verður fínt að koma bara heim í snjóinn held eg.. við íslendingarnir erum ekkert gerðir fyrir alltof mikinn hita!

 Annars er allt komið á fullt núna hjá okkur búnar að fara á nokkrar æfingar fyrir lokakvöldið og í dag var líka æfing fyrir top model keppnina sem verður haldin á morgun í soweto. Þar verður við í kjólum eftir afríkanska hönnuði, sömu kjólar og ég talaði um í seinasta bloggi.. hrikalega flottir. Beach beauty keppnin er líka búin og var það mexico sem tók hana og rúllaði þessu upp, átti það alveg skilið stelpan hún er mjög flott :)

 Svo skilst mér að á föstudaginn sé Sports woman keppnin.. ég og linda erum ótrúlega spenntar fyrir henni, held að allar stelpurnar séu frekar spenntar fyrir henni! Er ekki ennþá búin að fá að vita neitt með talent showið..

 Svo er ég ekki ennþá búin að fá töskuna mína !! er alveg að renna út á fötum hérna.. ótrúlega óþægilegt þeir eru ekkert að drífa sig í að græja þetta fyrir mig..  Erfitt að standa í þessu þegar maður má ekki gera neitt sjálfur hérna eða fara neitt einn, en ég vona bara að þeir standi við það að ná í hana í fyrramálið :) 

 erum búnar að hlæja svo mikið af því stelpurnar að við eigum örugglega ekki eftir að mála okkur og krulla á okkur hárið í 2 mánuði eftir að við komum heim.. frekar fyndið að vakna og græja sig svona mikið á morgnanna..  kannski maður gefi samt aðfangadegi séns ;)

Heyrðu aðeins í pabba áðan það er allt að gerast hja honum í veiðunum núna.. hitti hann svo 8.des eftir bara 6 daga.. get ekki beðið!! hann ætlar að koma í family dinnerinn sem verður haldinn.. svo fer hann samferða mér heim 14.des.. förum sem betur fer um kvöldið heim þannig eg fæ þennan eina dag til þess að versla smá, fáum ekki að kíkja neitt sjálfar..

 

 annars hef ég ekkert neitt rosalega spennandi að segja ykkur frá núna..   reyni að updatea sem fyrst þegar eh spennandi gerist :)

 

bestu kveðjur alexandra helga ..


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þarft alls ekkert að biðjast afsökun á þessu úngfrú kurteis ;D Það vita allir að það er brjálað að gera hjá þér þarna úti og þeir sem ekki vita það ættu að kynna sér þessa geðveiki ! Alltaf jafn gaman að lesa um þessi ævintýri sæta ;D

Þorsteinn Halldór Þorsteinsson (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 23:30

2 identicon

Ofslega flotta og duglega stelpa. Ég er nú ekki viss um að þú fáir að fara heim 14/12. Þrjár efstu verða alltaf að vera eftir í einhverja daga!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Var að koma fréttum að, um þig á www.visir.is hjá henni Ellý.

Finnst voða spennandi hversu vel þer gengur og þú er 'Islandi til mikils sóma.

Ætla að senda henni Ellý slóðina á þetta blogg!

Heisi.

Heiðar Jónsson (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 20:56

3 identicon

Gaman að lesa um þetta spennandi ævintýri..
Gangi þér vel í þessu öllu! :)

Kveðja, Hólmfríður

Hólmfríður Hreggviðsdóttir (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 12:38

4 identicon

hey babe heyrðu ganngi þér vel í í þessu öllu ..en leiðinlegt þetta með töskuna ætti kannski að hringja í þetta lið og rífa  kjaft..fæ kannksi benna ólsara

Egill(Bad Boy) (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 19:38

5 identicon

oh sæta ég bíð spennt eftir laugardeginum, hlakka til að sjá þig í sjónvarpinu.
Það er rétt hjá Heiðari þú ert Íslandi til sóma, allir stoltir af þér :)

Gangi þér vel þú ert sætust !!  

Þura Björg (IP-tala skráð) 5.12.2008 kl. 13:03

6 identicon

ohhh æðislegt hjá þér.... svo er bara að taka allan pakkann... ÁFRAM ÍSLAND!! errrmmm Áfram Alexandra

Rebekka (IP-tala skráð) 5.12.2008 kl. 16:43

7 identicon

TIL HAMINGJU með að vera valinn miss world sportswoman:) alveg æææðislegur árangur elskan mín!! núna er bara að fara alla leið:*:*:*

Ósk (IP-tala skráð) 5.12.2008 kl. 18:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Alexandra Helga Ívarsdóttir
Alexandra Helga Ívarsdóttir
Heiti Alexandra Helga og er 19 ára . Er að blogga um miss world ævintýrið mitt endilega fylgist með :)

Færsluflokkar

Eldri færslur

Mars 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband