Þá er þriðju fast track keppninni lokið.. miss beach beauty buið og top model og i dag var miss sports woman sem að ég sigraði í ..og það þýðir að ég er komin í 15 mann úrslit á lokakvöldinu.. er alveg í skýjunum hérna!!
þetta var ótrúlega skemmtilegur dagur.. byrjaði á því að liðið mitt skiptist i tvennt og við bjuggum til 2 báta úr pappa,plastpoka og teipi.. .það var mjög fróðlegt vorum samt með góðar leiðbeiningar og bjuggum til þessa fínustu báta ! svo var komið að keppni á vatninu þurftum að fara í race á bátunum, ég og guyana unnum auðvitað okkar lotu
eftir það var einstaklingskeppni þar sem kepptum í armbeygjum,magaæfingum,spretthlaupi og einhverju svona krikket /boltakasti.. eftir það voru topp 6 stelpur kynntar og ásamt mér voru þar grikkland,ísrael,nigeria,portugal og peru.. við vorum látnar fara í vítaspyrnukeppni, aldrei hefði mig grunað að ég væri svona góð í því haha ! skoraði í öllum skotunum sem ég fekk..
guatemala,indland,ég,el salvador og gibraltar ánægðar með daginn :)
svo á morgun þa er charity dinner hérna þar sem við gefum allar gjöf frá landinu okkar sem verður sett á uppboð og ágóðinn rennur til styrktarmála..
og á sunnudaginn er talent show sýningin.. ég komst ekki inn þar komust bara 16 stelpur áfram en við ætlum auðvitað að mæta og styðja við bakið á Lisu okkar frá Danmörku og írland og gibraltar stelpur úr hópnum okkar... vona innilega að einhver af þeim taki þetta :D
styttist svo í að ég hitti pabba.. hann kemur á manudaginn get ekki beðið! og þá um kvöldið er fjölskyldudinnerinn þar sem fjölskylda allra stelpanna kemur sem er mætt hérna til afríku:)
ætla að segja þetta gott í kvöld þar sem ég er alveg að leka niður úr þreytu.. vildi bara aðeins segja ykkur frá þessum degi!
Bestu kveðjur
alexandra
Athugasemdir
Tilykke með þetta ástin mín átt þetta svo fucking skilið líka ! Klakinn gjörsamlega titrar af stolti og býst enginn við neinu öðru frá þér enn fyrsta sætinu ! Stöndum öll við bakið á þér sæta mín, gaman að lesa frá þér ! Love you
Þorsteinn Halldór Þorsteinsson (IP-tala skráð) 5.12.2008 kl. 22:45
Til hamingju elsku Alexandra mín! Leidinlegt med talent keppnina, þú varst samt frábær :) þau vita ekkert um dans ;) Gangi þér vel, mun horfa á þig í adalkeppninni. Kvedja Elva
Elva (IP-tala skráð) 5.12.2008 kl. 23:11
Enn og aftur til hamingju elskan mín, er svo stolt af þér! Njóttu þess sem eftir af þessu ævintýri og ég hlakka til að sjá keppnina á laugardaginn;*
Knús&kossar
Jana
Jana Katrín (IP-tala skráð) 5.12.2008 kl. 23:17
Haha hvað er þetta ruslpóstvörn eiginlega...
En jæja, er svo stolt af þér elskan mín. Alexandra í landsliðið! Haha..
Hlakka svo til að fá þig heeeiim!
Knús, Sif
Sif Ragnars (IP-tala skráð) 6.12.2008 kl. 13:48
Innilega til hamingju með þetta allt saman ! Og gangi þér ógeðslega vel í aðal keppninni, hlakka til að fylgjast með þér !
Bryndís (IP-tala skráð) 6.12.2008 kl. 14:00
Váá til hamingju með þetta! Stendur þig ekkert smá vel þarna úti ;) Get ekki beðið eftir að sjá keppnina á laugardaginn með stelpunum;)
Anna Ester Óttarsdóttir (IP-tala skráð) 6.12.2008 kl. 14:20
Vá, frábært ;) til hamingju með sigurinn! ég vissi að þau væru bara að spara þig þar til í lokin haha. Hlakka til að sjá þig taka þetta með trompi eftir viku ;D
Klara M (IP-tala skráð) 6.12.2008 kl. 15:55
Innilega til hamingju með sigurinn Alexandra!! :**
Stendur þig svoo vel þarna úti ;) Hlakka til að sjá þig í sjónvarpinu næstkomandi Laugard. með stelpunum :)
Gangi þér vel elskan mín :*
Lilja Dröfn (IP-tala skráð) 6.12.2008 kl. 19:00
hæ fallega ;* ekkert smá gaman að fylgjast með þér hérna :D og til hamingju með titill og vá hvað maður er orðinn spenntur að heyra að þú sért í 15 manna úrslitunum ... ert að standa þig svo ýkt vel :D en gangi þér vel með restina og haltu áfram að skemmta þér svona vel .... kv frá kalda kadla íslandi hehehe...
heyrumst Hildur Karen ;*
Hildur Karen (IP-tala skráð) 6.12.2008 kl. 19:51
hæ beautiful!
Enn í skýjunum og það eru allir svo glaðir og tala um hversu flott fegurðardrottning þú sért............................... það er sko enginn hissa á því að þú sért komin í úrslit ...................................... Eins og allir, sem skrifa hér að ofan. Vá! Hvað mig hlakkar til að kynna á laugardaginn.
Njóttu þín í botn og mundu að þessi síðasta vika er eitthvað, sem þá átt eftir að muna alla æfi.
Heisi.
heiðar jonsson (IP-tala skráð) 6.12.2008 kl. 21:41
Innilega til hamingju með titilinn sæta:* og að vera komin í 15 manna úrslit! Maður bjóst nú ekki við neinu öðru;) Var að skoða myndirnar þínar og þú ert alveg stórglæsileg! Skarar alveg frammúr;)
En frábært að fá að lesa um ævintýrið þitt hérna! Hlakka til að sjá þig á laugardaginn í sjónvarpinu.
Sendi þér góða strauma;) Kv. Guðný Lára
Guðný Lára (IP-tala skráð) 7.12.2008 kl. 02:32
Djöfull er ég sátt með þig að rústa þessum gellum í íþróttakeppni, ekki slæmt það! :D Hlakka líka ótrúlega mikið til að sjá þig í sjónvarpinu það er náttla snilld að þú komist í topp 15!!! Gangi þér sem allra best. Þú ert sætust :D
kv. Katrín Alma
Kata (IP-tala skráð) 7.12.2008 kl. 22:18
Til hamingju aftur sæta mín:* við erum svo stoltar af þér hérna heima!
hanna (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 00:09
Frábær árangur hjá þér fagra fljóð. Bestu kveðjur í aðalkeppninni n.k. laugardag. Væri ekki amalegt að fá aftur alheimsfegurðartitilinn til Íslands
Kveðjur
Aðdáandi
Diana (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 13:45
Hæ Alexandra, fáranlega gaman að lesa bloggin þín :D
Ég var að lesa hér fyrir neðan að taskan þín hafi týnst.. ég fann á mér að eitthvað svoleiðis myndi gerast hehehe .. En af öllum myndunum að dæma þá ertu alveg buin að vera stórglæsileg a myndunum.
Hlakka til að sjá þig þegar þu kemur heim... bara vika í það
Dóra Sveinsd. (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 08:53
- Þín Aldís Kristjánsdóttir
AldísK. (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 16:28
Þú vinnur þetta ! þegar kreppir að Íslendingum kemur þú með ljósið !
Sævar Einarsson, 11.12.2008 kl. 02:25
á ekki að koma með eitt lokablogg svona rétt fyrir kvöldið sjálft?? :D :D
AldísK. (IP-tala skráð) 12.12.2008 kl. 18:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.