jæja góða kvöldið.. er loksins komin í almennilegt netsamband og held það sé kominn tími á eitt heljarinnar blogg um safaríferðina mína hérna í afríku! :)
hélt smá dagbók yfir þetta þar sem við gerðum svo rosalega mikið.. annars myndi ég aldrei muna þetta.. Ferðin byrjaði 20.nóv þar sem við vorum vaktar í safaríið þar sem við gistum á fyrsta staðnum , zebra lodge.. þetta heitir semsagt Legend golf and safari resort og er risa svæði með nokkrum stöðvum eða gististöðum og við flökkuðum þar á milli.. en þegar við loksins vöknuðum þá var öllu frestað og við enduðum með að sitja úti í garði til hádegis að gera ekki neitt þar sem það var verið að þrífa herbergin.. það var samt bara fínt að slaka aðeins á. Eftir hádegi var dress fitting fyrir lokakvöldið þar sem við sýnum kjóla eftir afríkanaska hönnuði, ég verð í kjól eftir hönnuð sem kallar sig Story. Fékk bara að sjá gróft uppkast af kjólnum en það lýtur allt út fyrir að hann verði rosa flottur! Konurnar voru alveg undrandi hversu nákvæm málin sem þær fengu af mér voru, og voru að spurja hver hefði tekið af mér málið.. það var hlegið ansi mikið þegar ég sagði þeim að pabbi gamli hefði reddað málunum! haha.. þær trúðu því ekki. Eftir það var svo rútuferð í fyrsta stoppið sem var cam wild side og við gistum í tjald-kofa.. veit ekki alveg hvað ég á að kalla þetta.. tjaldveggir en samt þak og sturta og alles. Svæðið er allt opið þannig við þurftum alltaf að fá fylgd á kvöldin í kofana frá rangerunum því það koma oft ljón og fleiri dýr inn í búðirnar á kvöldin og nóttunni.
Næsta morgun fengum við að sofa til 8 sem var algjör draumur ! að vakna kl.8 hérna er bara eins og sofa út á góðum sunnudegi miðað við prógrammið. Skelltum okkur í morgunmat og svo hófst prógram dagsins. Byrjuðum á að fara planta trjám, fara í golf og hengja upp fuglahús úti í skógi. Í hádeginu fengum við að sjá cheetas , hrikalega falleg dýr ! eftir hádegi fórum við svo í safarí útí skóg að leita að cheetas og ljónum en fundum því miður ekkert. Borðuðum kvöldmat úti í myrkrinu yfir kertaljósum og varðeldi. Smakkaði krókódílakjöt í fyrsta skipti. Get ekki sagt að ég hafi verið neitt sérstaklega hrifin af því, en gaman að prófa eitthvað nýtt samt sem áður. Svo slökuðum við bara á og lærðum aðeins að spila á trommur og fórum snemma í háttinn.
Morguninn eftir það þurftum við að vakna kl.5 og lagt af stað í morgunmat kl.6 í aðrar búðir þar sem við fengum að sjá ljón og "leika" aðeins við það. Fórum í safarí út í skóg og festumst í þvílíkri drullu og mold þrisvar sinnum , mjög fyndið vorkenndi svo manninum sem var að keyra okkur hann var alveg miður sín. Við skemmtum okkur hins vegar mjög vel þangað til að við áttuðum okkur á því að við vorum allar þaktar í svokölluðum tics sem er eins og halfgerðir maurar! þau vildu nu meina að þetta væri harmlaust en við heimtuðum að fá að fara í sturtu. Hefðum betur átt a ðsleppa því bara því við fórum í ferðasturtu sem er á stærð við kamar, varla hægt að standa inni þessu svo lítið pláss. En hey svona eru bara óbyggðirnar og við vildum frekar vera ticfree :D Eftir hádegismat skiptum við hópnum í lið og fórum í smá þrautir og leiki. Um kvöldið var rosa partý þar sem liðin elduðu sinn eigin mat úti og borðuðum svo undir tjaldi á grjónapúðum ótrulega kósý! Lærðum að dansa afríkanskan dans sem er dansaður í stígvélum og svo var dansað allt kvöldið og haft gaman. Þessa nóttina sváfum við í Pettievillige, sem er lítið þorp með kofum eða "huts" eins og þeir kalla þetta. Bara úr steypu og með stráþaki og þar gistum við. þeir voru nú reyndar búnir að setja ferðarúm þarna inn. Ótrúlega gaman að fá að prófa þetta, ekkert rafmagn og ekki neitt !
Svo var vaknað og keyrt í klukkutíma lengst upp í fjöll í nýjar búðir. Þar fórum við í ágætisfjallgöngu og picnic á rosalega fallegum stað. Ótrúlegt að sjá effortið sem er lagt í þessi hlaðborð hérna. Það er öruggleg aekkert í heiminum sem er ekki á boðstólnum. Höfum ekki einu sinni fengið vondan mat þar sem við höfum borðað! Eftir það fórum við í stutta bátsferð, sáum nokkra flóðhesta mjög fyndin dýr, eru eiginlega allan daginn bara undir vatninu og kíkja upp af og til. Eftir það tók við fuglasýning þar sem tamningarmaður sýndi okkur fuglana sína, kvöldmatur og snemma í háttinn eftir langann dag.
Þegar við vöknuðum fengum við morgunmat uppi á fjallstoppi og komum okkur svo fyrir í búðunum hinu megin á fjallinu. Svo höfðum við smá frítíma og fórum nokkrar stelpur í sund í laug þarna. Náttúrulegri sundlaug með fossum og klettum, ótrúlega fallegur staður ! fínt að slaka aðeins á í sólinni:) Eftir hádegið fórum við í gönguferð með rangerunum og áttum að læra um plöntur. á leiðinni sáum við nokkrar nashyrninga og vorum að skoða þá í bílnunum. Svo þegar við vorum búin að labba smá spöl kemur allt í einu dauðaþögn í hópinn og þá voru 2 nashyrningar rétt hjá okkur að koma í áttina til okkar. Svo þegar við snerum okkur við þá var annar bakvið okkur og stóð hjá bílunum þannig við gátum ekki flúið þangað. Þurftum að flýja yfir smá á þarna þar sem þeir labba víst ekki yfir steinana, held við höfum allar orðið ágætlega skelkaðar þarna. Mér langaði allavega ekkert að leika við þá ! Kvöldið var rólegt fengum kvöldmat og stjörnusafaríshow.
Í gær átti svo að vera golfdagur hérna á resortinu og við allar auðvitað mættar í búningum. Þeir ákváðu að senda okkur heim eftir hádegi þar sem var hitabylgja þennan daginn! Aldrei upplifað annan eins hita .. var mjöög fegin að komast uppá herbergi beint undir viftuna. Um kvöldið var kveðjudinner fyrir okkur þar sem við sungum afríkanska þjóðsönginn.. eða tja við reyndum alllavega, sem betur fer var kór sem söng undir, annars hefði þetta nú verið eitthvað shaky .. í dinnernum sátum við á borðum með "gestum" sem voru allt eldri menn.. mjög fyndið áttuðum okkur allt í einu á því allar á sama tíma þegar við fórum að líta í kringum okkur. þá var uppboð sem átti sérstað og búið að bjóða ríku köllunum í mat til að styrkja gott málefni.
Ótrúlegt hvað getur orðið kalt hérna á kvöldin, sérstaklega í safaríinu. Er komin með góðann skammt af kvefi og hálsbólgu, sem ég hélt að myndi aldrei gerast í sunny africa. Bjargaði mér samt alveg að vera með flíspeysurnar sem þeir hjá Cintamani gáfu mér.. veit ekki hvar ég væri án þeirra ! :)
Dagurinn í dag er svo búinn að faraí að ferðast ! lögðum af stað kl.half 6 i nott til durbin, sem er bær hérna. Keyrðum í rútu í nokkra klukkutíma og tókum svo flug. Annars eru plönin mjög mikið að breytast hérna og aldrei hægt að treysta neinu nema kanski með hálftíma fyrirvara. Eins og núna var allt í einu prufa í kvöld fyrir talent atriðið. Og ég er ekki með dans skóna mína eða neitt þar sem þeir sögðu okkur ekki að pakka þessu. Og á morgun er svo áheyrnaprufan, veit ekki hvernig það fer en vona bara að það reddist :)
ég ætla ekki að hafa þetta mikið lengra núna samt er alveg að leka niður af þreytu eftir allt þetta ferðalag, spurning um að skella sér í sturtu og skríða undir sæng. Á morgun eru áheyrnarprufur fyrir Beach beauty sem er bikinikeppni.. Læt ykkur vita betur seinna hvernig þetta fór allt saman :)
Svo er eitthvað vesen með myndirnar á síðunni virðist ekki geta sett inn margar myndir í einu og þetta tekur heila eilífð .. er einhver sem kann að stilla þetta þannig að myndaalbúmin sjáist á forsíðunni ??? væri vel þegið að fá smá ráð varðandi það :)
Verð nú að viðurkenna að ég er komin með smá heimþrá og hlakka bara doldið til að komast heim í snjóinn og jólastemninguna, er búin að vera hlusta á íslensk jólalög uppi á herbergi í kvöld, jafnast ekkert á við desembermánuð heima í snjónum! Kvarta samt ekkert yfir því að fá annað "sumarfrí"
Þangað til næst.. bestu kveðjur heim, og vona að öllum gangi vel í jólaprófunum:)
Athugasemdir
Úff þvílíkt prógram!!! ekkert smá skemmtilegt að upplifa þetta allt, þvílíkt ævintýri!!:)
Gangi þér vel í beach beauty elskan mín, hlakka til að sjá myndir! ;**
Sif Sigþórs (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 21:10
Vaaá !! en geðveikt .. öfunda þig ekkert smá þetta hefur örugglega verið gargandi snilld :D En gaman að allt gengur svona vel og er fullt skemmtilegt að gera :D .. gaman líka að geta fylgst með hvað þú ert að gera og svona.. En ég vildi bara kasta til þín góðri kveðju :D Þú stendur þig eins og hetja hlakka til að fylgjast með þér í desember :D
Sandra María (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 21:25
Váá, þetta er greinilega bara eitt stórt ævintýri! :D Gangi þér svo vel á morgun í Beach Beauty keppninni ;)
Klara M (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 21:35
Það er nú greinilegt að þessi ferð á að vera eftirminnileg með öllum þessum óvænu uppákomum svei mér þá ! Gangi þér vel á morgun elskan ! Eins og við á klakanum segjum stundum "Straujjj thoose beygls" ;D
Þorsteinn Halldór (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 23:33
Þetta er bara eins og að lesa uppúr ævintýrabók! :D hljómar virkilega vel;) mikil vinna en svo algjörlega þess virði.. Gangi þér vel skvís;)
María BuiLien (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 23:39
Jiii hvað þetta er allt spennandi! Þvílík lífsreynsla. Jæja þá er komið að talent keppninni. Gangi þér svaka vel Alexandra mín, veit þér á eftir að ganga vel. Toi toi Elva xx
Elva (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 00:28
Þetta er greinilega alveg svakalega gaman, frábært :) !!! Þvílíkasta ævintýrið sem þú ert í!
Gangi þér vel í keppnunum, þú ert langbestust og flottust !!
Þín ,Tinna
Tinna (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 08:21
váá hvað þetta er örugglega gaman :D Þú átt pottþett eftir að standa þig vel í beach beauty .. Gangi þér vel elskan :D
Sigrún (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 10:59
Heyrðu voooó hljómar ógeðslega skemmtilega spennandi þessi safarí ferð!..
Algjör ævintýraferð útí eitt :D ..en ljón koma inná svæðið á kvöldin og nóttunni þar sem þið eruð látnar gista, shiiiiit! ég hefði verið hrædd! ..en fyndið þetta með húsin með stráþökunum og ekkert rafmagn og eitthvað! skemmtileg upplifun!
En að sofa til 8, draumur? omægoood, ég væri með bauga niðrá hné ef ég væri í þessu ástandi! :'D
Fyndið líka með málin, að pabbi þinn hafi reddað því! hahah...
Eitt skal ég segja þér að þú ert nú bara heppin að vera úti í þessum hita.. það er orðið svo kalt hérna heima að maður ætti ekki að stíga fæti út, hehe nei okei kannski ekki alveg en allavega mjög kalt og í dag er eitthvað heljarinnar rok! svo ég myndi frekar kjósa hitabylgjuna i smá tíma ;) ..en kva segiru ertu ekki bara farin að verða brún þarna í sólinni, þið eruð alltaf úti að dundast eitthvað :)
AldísK. (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 14:12
Vá þvílíkt ævintýri! Gaman að fá loksins fréttir, er búin að kíkja hérna inn á hverjum degi í von um nýtt blogg:)
Sniðugt hjá þér að halda dagbók um þetta.. verður gaman fyrir þig að eiga það seinna meir:)
Gangi þér vel í keppnunum, vertu bara þú sjálf og þá eru þér allir vegir færir!
Knús&kossar úr prófalestrinum;*
Jana
Jana Katrín (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 14:13
Hæ fallega Alexandra, gaman að lesa hvað þú ert að upplifa æðislegt ævintýri :) Gaman að sjá allar myndirnar af ykkur stelpunum og þú myndast ofsalega vel, þú kemur mjög vel út. Ég óska þér góðs gengis í framhaldinu og ég veit að þú gerir þitt besta :) Njóttu þess í botn að vera þarna úti...jólastemningin á Íslandi byrjar ekkert fyrr en keppnin er búin :) Við fylgjumst svo spenntar með þér á lokakvöldinu, ég er að bjóða stelpunum úr úí heim til mín og við munum styðja þig í gegnum sjónvarpið 13.desember. Gangi þér enn og aftur vel í þessu öllu saman :)
Knús Ingibjörg :)
Ingibjörg Ragnheiður (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 16:04
Vá hvað þetta er rosalegt ævintýri. Gaman að lesa um ferðina þína. Get ekki beðið eftir aðalkeppninni ;) Gangi þér rosalega vel í hinum keppnunum.
kv.Sigurlaug
Sigurlaug (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 19:36
Vááá hvað þetta hljómar allt geggjað!
Safarí í S-Afríku > Jólaprófslestur
vonandi gengur þetta sem allra best :) þú rústar þessu held það sé enginn í vafa um það ;)
Katrín Alma (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 21:09
Váá þetta hljómar bara eins og eitt heljarinnar ævintýri! sem þetta að sjálfsögðu er..Verð að segja að ég öfunda þig smá að fá svona geðveika lífsreynslu í reynslubankann..ekki leiðinlegt að hafa verið í afríku!! En gangi þer ógeðslega vel elskan þú rústar þessu, við vitum það öll :D
og ekki hugsa mikið um heimþrá..þú kemur heim eftir smá njóttu þín bara:D
Sandra Björk (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 22:14
þú ert svo dugleg elskan....... mundu það að þú ert lang flottust... tóti frændi segir það og hann ræður.......gangi þér vel í keppnini, veit reyndar að þú tekur þetta eins og hinar keppnirnar...
kv.´þórir frændi.
þórir frændi (IP-tala skráð) 28.11.2008 kl. 16:58
Þetta er þvílíka ævintýrið! Ég er búin að vera að skoða myndirnar og þær eru ekkert smá flottar! Þú alveg geislar af fegurð :)! Hlakka til að sjá þig á lokakvöldinu! Mætum með Íslenska fánann til Ingibjargar ;) hehe...
Bara keep up the good work ;)
kv. Auður J.
Auður Jónsdóttir (IP-tala skráð) 28.11.2008 kl. 23:01
hæhæ Alexandra, gaman að lesa þetta og sjá myndir af herlegheitunum :) Þetta er feikna-ævintýri og gaman að lesa eftir þig, greinilega góður penni þar á ferð ;-) ekki að spyrja að þér! Njóttu þín og gangi þér vel, fylgist með c",) kv Bjöddi
Bjöddi (IP-tala skráð) 29.11.2008 kl. 02:21
Hæhæ Alexandra ótrúleg gaman að lesa blöggið þitt . Rakst á tinnu um daginn og hún sagði mér frá henni :) Vona að þú hafir það gott þarna úti , hljómar ekkert smá spennandi ! :D Ekkert vera með heimþrá , hérna eru bara próf og kuldi og þú ættir bara að njóta þess að vera þarna með öllum dýrunum hehe ..
fylgist spennt með 13.des og held þangað til áfram að lesa blöggin þín:D
-Christý
Helga Christý (IP-tala skráð) 29.11.2008 kl. 11:47
Aldís Ploder (IP-tala skráð) 29.11.2008 kl. 16:59
Gangi þér vel og hlakka til að sjá þig í sjónvarpinu 13.des :)
árdís (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 00:32
Hæ elskan! það var ekkert smá gaman að tala við í gær og heyra betur frá öllu ævintýrinu:D ég fylgist spennt með þér héðan frá þessum skítakulda á Íslandi:* vonandi ertu búin að fá hina töskuna þína! Svo er bara að rúlla upp sport, top model og talent;) Hlakka til að sjá þig Glóa á sviðinu 13 des:*
Kv. Óskí
A. Ósk (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 23:04
hehe "afríkanaska" hönnuði:P
einar (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 18:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.