þá er komið að þessu.. minna en sólarhringur í að þessu verður lokið! dagurinn í dag er búinn að fara í æfingar og aftur æfingar og svo var generalprufa sem foreldarnir fengu að koma horfa á .. bara gaman að hitta mömmu tinnu pabba og siggu :)
síðustu daga erum við bara búnar að vera á hótelinu á æfingum og borða þess á milli.. á mánudaginn var samt fjölskyldudinnerinn þar sem pabbi kom.. mjög skemmtilegt kvöld , fyrsta kvöldið þar sem var smá jólastemning allt voða skreytt og jólatré og jólalög og mikði dansað í endann..
daginn fyrir það var talent showið..það var lika eitt af skemmtilegustu kvöldunum hérna.. mjög flott atriði.. barbados vann , var með söngatriði..
er ekkert búin að nenna að blogga, búin að vera svo ótrúlega þreytt.. ætlaði bara að henda inn nokkrum línum áður en ég fer að sofa ... verður gaman að sjá hvernig þetta fer á morgun..
Hlakka ótrúlega til að hitta alla ! :)
Bloggar | 12.12.2008 | 22:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þá er þriðju fast track keppninni lokið.. miss beach beauty buið og top model og i dag var miss sports woman sem að ég sigraði í ..og það þýðir að ég er komin í 15 mann úrslit á lokakvöldinu.. er alveg í skýjunum hérna!!
þetta var ótrúlega skemmtilegur dagur.. byrjaði á því að liðið mitt skiptist i tvennt og við bjuggum til 2 báta úr pappa,plastpoka og teipi.. .það var mjög fróðlegt vorum samt með góðar leiðbeiningar og bjuggum til þessa fínustu báta ! svo var komið að keppni á vatninu þurftum að fara í race á bátunum, ég og guyana unnum auðvitað okkar lotu
eftir það var einstaklingskeppni þar sem kepptum í armbeygjum,magaæfingum,spretthlaupi og einhverju svona krikket /boltakasti.. eftir það voru topp 6 stelpur kynntar og ásamt mér voru þar grikkland,ísrael,nigeria,portugal og peru.. við vorum látnar fara í vítaspyrnukeppni, aldrei hefði mig grunað að ég væri svona góð í því haha ! skoraði í öllum skotunum sem ég fekk..
guatemala,indland,ég,el salvador og gibraltar ánægðar með daginn :)
svo á morgun þa er charity dinner hérna þar sem við gefum allar gjöf frá landinu okkar sem verður sett á uppboð og ágóðinn rennur til styrktarmála..
og á sunnudaginn er talent show sýningin.. ég komst ekki inn þar komust bara 16 stelpur áfram en við ætlum auðvitað að mæta og styðja við bakið á Lisu okkar frá Danmörku og írland og gibraltar stelpur úr hópnum okkar... vona innilega að einhver af þeim taki þetta :D
styttist svo í að ég hitti pabba.. hann kemur á manudaginn get ekki beðið! og þá um kvöldið er fjölskyldudinnerinn þar sem fjölskylda allra stelpanna kemur sem er mætt hérna til afríku:)
ætla að segja þetta gott í kvöld þar sem ég er alveg að leka niður úr þreytu.. vildi bara aðeins segja ykkur frá þessum degi!
Bestu kveðjur
alexandra
Bloggar | 5.12.2008 | 22:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
þið verðið að afsaka hvað ég er búin að vera löt að blogga :) annars er allt gott að frétta frá afríkunni. Desembermánuður genginn í garð, trúi því varla. Er í engu jólastuði, það er alltof mikil sól og hiti hérna til þess að komast í jólagír.. verður fínt að koma bara heim í snjóinn held eg.. við íslendingarnir erum ekkert gerðir fyrir alltof mikinn hita!
Annars er allt komið á fullt núna hjá okkur búnar að fara á nokkrar æfingar fyrir lokakvöldið og í dag var líka æfing fyrir top model keppnina sem verður haldin á morgun í soweto. Þar verður við í kjólum eftir afríkanska hönnuði, sömu kjólar og ég talaði um í seinasta bloggi.. hrikalega flottir. Beach beauty keppnin er líka búin og var það mexico sem tók hana og rúllaði þessu upp, átti það alveg skilið stelpan hún er mjög flott :)
Svo skilst mér að á föstudaginn sé Sports woman keppnin.. ég og linda erum ótrúlega spenntar fyrir henni, held að allar stelpurnar séu frekar spenntar fyrir henni! Er ekki ennþá búin að fá að vita neitt með talent showið..
Svo er ég ekki ennþá búin að fá töskuna mína !! er alveg að renna út á fötum hérna.. ótrúlega óþægilegt þeir eru ekkert að drífa sig í að græja þetta fyrir mig.. Erfitt að standa í þessu þegar maður má ekki gera neitt sjálfur hérna eða fara neitt einn, en ég vona bara að þeir standi við það að ná í hana í fyrramálið :)
erum búnar að hlæja svo mikið af því stelpurnar að við eigum örugglega ekki eftir að mála okkur og krulla á okkur hárið í 2 mánuði eftir að við komum heim.. frekar fyndið að vakna og græja sig svona mikið á morgnanna.. kannski maður gefi samt aðfangadegi séns ;)
Heyrðu aðeins í pabba áðan það er allt að gerast hja honum í veiðunum núna.. hitti hann svo 8.des eftir bara 6 daga.. get ekki beðið!! hann ætlar að koma í family dinnerinn sem verður haldinn.. svo fer hann samferða mér heim 14.des.. förum sem betur fer um kvöldið heim þannig eg fæ þennan eina dag til þess að versla smá, fáum ekki að kíkja neitt sjálfar..
annars hef ég ekkert neitt rosalega spennandi að segja ykkur frá núna.. reyni að updatea sem fyrst þegar eh spennandi gerist :)
bestu kveðjur alexandra helga ..
Bloggar | 2.12.2008 | 21:49 (breytt kl. 21:50) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
jæja góða kvöldið.. er loksins komin í almennilegt netsamband og held það sé kominn tími á eitt heljarinnar blogg um safaríferðina mína hérna í afríku! :)
hélt smá dagbók yfir þetta þar sem við gerðum svo rosalega mikið.. annars myndi ég aldrei muna þetta.. Ferðin byrjaði 20.nóv þar sem við vorum vaktar í safaríið þar sem við gistum á fyrsta staðnum , zebra lodge.. þetta heitir semsagt Legend golf and safari resort og er risa svæði með nokkrum stöðvum eða gististöðum og við flökkuðum þar á milli.. en þegar við loksins vöknuðum þá var öllu frestað og við enduðum með að sitja úti í garði til hádegis að gera ekki neitt þar sem það var verið að þrífa herbergin.. það var samt bara fínt að slaka aðeins á. Eftir hádegi var dress fitting fyrir lokakvöldið þar sem við sýnum kjóla eftir afríkanaska hönnuði, ég verð í kjól eftir hönnuð sem kallar sig Story. Fékk bara að sjá gróft uppkast af kjólnum en það lýtur allt út fyrir að hann verði rosa flottur! Konurnar voru alveg undrandi hversu nákvæm málin sem þær fengu af mér voru, og voru að spurja hver hefði tekið af mér málið.. það var hlegið ansi mikið þegar ég sagði þeim að pabbi gamli hefði reddað málunum! haha.. þær trúðu því ekki. Eftir það var svo rútuferð í fyrsta stoppið sem var cam wild side og við gistum í tjald-kofa.. veit ekki alveg hvað ég á að kalla þetta.. tjaldveggir en samt þak og sturta og alles. Svæðið er allt opið þannig við þurftum alltaf að fá fylgd á kvöldin í kofana frá rangerunum því það koma oft ljón og fleiri dýr inn í búðirnar á kvöldin og nóttunni.
Næsta morgun fengum við að sofa til 8 sem var algjör draumur ! að vakna kl.8 hérna er bara eins og sofa út á góðum sunnudegi miðað við prógrammið. Skelltum okkur í morgunmat og svo hófst prógram dagsins. Byrjuðum á að fara planta trjám, fara í golf og hengja upp fuglahús úti í skógi. Í hádeginu fengum við að sjá cheetas , hrikalega falleg dýr ! eftir hádegi fórum við svo í safarí útí skóg að leita að cheetas og ljónum en fundum því miður ekkert. Borðuðum kvöldmat úti í myrkrinu yfir kertaljósum og varðeldi. Smakkaði krókódílakjöt í fyrsta skipti. Get ekki sagt að ég hafi verið neitt sérstaklega hrifin af því, en gaman að prófa eitthvað nýtt samt sem áður. Svo slökuðum við bara á og lærðum aðeins að spila á trommur og fórum snemma í háttinn.
Morguninn eftir það þurftum við að vakna kl.5 og lagt af stað í morgunmat kl.6 í aðrar búðir þar sem við fengum að sjá ljón og "leika" aðeins við það. Fórum í safarí út í skóg og festumst í þvílíkri drullu og mold þrisvar sinnum , mjög fyndið vorkenndi svo manninum sem var að keyra okkur hann var alveg miður sín. Við skemmtum okkur hins vegar mjög vel þangað til að við áttuðum okkur á því að við vorum allar þaktar í svokölluðum tics sem er eins og halfgerðir maurar! þau vildu nu meina að þetta væri harmlaust en við heimtuðum að fá að fara í sturtu. Hefðum betur átt a ðsleppa því bara því við fórum í ferðasturtu sem er á stærð við kamar, varla hægt að standa inni þessu svo lítið pláss. En hey svona eru bara óbyggðirnar og við vildum frekar vera ticfree :D Eftir hádegismat skiptum við hópnum í lið og fórum í smá þrautir og leiki. Um kvöldið var rosa partý þar sem liðin elduðu sinn eigin mat úti og borðuðum svo undir tjaldi á grjónapúðum ótrulega kósý! Lærðum að dansa afríkanskan dans sem er dansaður í stígvélum og svo var dansað allt kvöldið og haft gaman. Þessa nóttina sváfum við í Pettievillige, sem er lítið þorp með kofum eða "huts" eins og þeir kalla þetta. Bara úr steypu og með stráþaki og þar gistum við. þeir voru nú reyndar búnir að setja ferðarúm þarna inn. Ótrúlega gaman að fá að prófa þetta, ekkert rafmagn og ekki neitt !
Svo var vaknað og keyrt í klukkutíma lengst upp í fjöll í nýjar búðir. Þar fórum við í ágætisfjallgöngu og picnic á rosalega fallegum stað. Ótrúlegt að sjá effortið sem er lagt í þessi hlaðborð hérna. Það er öruggleg aekkert í heiminum sem er ekki á boðstólnum. Höfum ekki einu sinni fengið vondan mat þar sem við höfum borðað! Eftir það fórum við í stutta bátsferð, sáum nokkra flóðhesta mjög fyndin dýr, eru eiginlega allan daginn bara undir vatninu og kíkja upp af og til. Eftir það tók við fuglasýning þar sem tamningarmaður sýndi okkur fuglana sína, kvöldmatur og snemma í háttinn eftir langann dag.
Þegar við vöknuðum fengum við morgunmat uppi á fjallstoppi og komum okkur svo fyrir í búðunum hinu megin á fjallinu. Svo höfðum við smá frítíma og fórum nokkrar stelpur í sund í laug þarna. Náttúrulegri sundlaug með fossum og klettum, ótrúlega fallegur staður ! fínt að slaka aðeins á í sólinni:) Eftir hádegið fórum við í gönguferð með rangerunum og áttum að læra um plöntur. á leiðinni sáum við nokkrar nashyrninga og vorum að skoða þá í bílnunum. Svo þegar við vorum búin að labba smá spöl kemur allt í einu dauðaþögn í hópinn og þá voru 2 nashyrningar rétt hjá okkur að koma í áttina til okkar. Svo þegar við snerum okkur við þá var annar bakvið okkur og stóð hjá bílunum þannig við gátum ekki flúið þangað. Þurftum að flýja yfir smá á þarna þar sem þeir labba víst ekki yfir steinana, held við höfum allar orðið ágætlega skelkaðar þarna. Mér langaði allavega ekkert að leika við þá ! Kvöldið var rólegt fengum kvöldmat og stjörnusafaríshow.
Í gær átti svo að vera golfdagur hérna á resortinu og við allar auðvitað mættar í búningum. Þeir ákváðu að senda okkur heim eftir hádegi þar sem var hitabylgja þennan daginn! Aldrei upplifað annan eins hita .. var mjöög fegin að komast uppá herbergi beint undir viftuna. Um kvöldið var kveðjudinner fyrir okkur þar sem við sungum afríkanska þjóðsönginn.. eða tja við reyndum alllavega, sem betur fer var kór sem söng undir, annars hefði þetta nú verið eitthvað shaky .. í dinnernum sátum við á borðum með "gestum" sem voru allt eldri menn.. mjög fyndið áttuðum okkur allt í einu á því allar á sama tíma þegar við fórum að líta í kringum okkur. þá var uppboð sem átti sérstað og búið að bjóða ríku köllunum í mat til að styrkja gott málefni.
Ótrúlegt hvað getur orðið kalt hérna á kvöldin, sérstaklega í safaríinu. Er komin með góðann skammt af kvefi og hálsbólgu, sem ég hélt að myndi aldrei gerast í sunny africa. Bjargaði mér samt alveg að vera með flíspeysurnar sem þeir hjá Cintamani gáfu mér.. veit ekki hvar ég væri án þeirra ! :)
Dagurinn í dag er svo búinn að faraí að ferðast ! lögðum af stað kl.half 6 i nott til durbin, sem er bær hérna. Keyrðum í rútu í nokkra klukkutíma og tókum svo flug. Annars eru plönin mjög mikið að breytast hérna og aldrei hægt að treysta neinu nema kanski með hálftíma fyrirvara. Eins og núna var allt í einu prufa í kvöld fyrir talent atriðið. Og ég er ekki með dans skóna mína eða neitt þar sem þeir sögðu okkur ekki að pakka þessu. Og á morgun er svo áheyrnaprufan, veit ekki hvernig það fer en vona bara að það reddist :)
ég ætla ekki að hafa þetta mikið lengra núna samt er alveg að leka niður af þreytu eftir allt þetta ferðalag, spurning um að skella sér í sturtu og skríða undir sæng. Á morgun eru áheyrnarprufur fyrir Beach beauty sem er bikinikeppni.. Læt ykkur vita betur seinna hvernig þetta fór allt saman :)
Svo er eitthvað vesen með myndirnar á síðunni virðist ekki geta sett inn margar myndir í einu og þetta tekur heila eilífð .. er einhver sem kann að stilla þetta þannig að myndaalbúmin sjáist á forsíðunni ??? væri vel þegið að fá smá ráð varðandi það :)
Verð nú að viðurkenna að ég er komin með smá heimþrá og hlakka bara doldið til að komast heim í snjóinn og jólastemninguna, er búin að vera hlusta á íslensk jólalög uppi á herbergi í kvöld, jafnast ekkert á við desembermánuð heima í snjónum! Kvarta samt ekkert yfir því að fá annað "sumarfrí"
Þangað til næst.. bestu kveðjur heim, og vona að öllum gangi vel í jólaprófunum:)
Bloggar | 26.11.2008 | 20:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
í dag er þriðju dagurinn og það er samt heill hellingur sem við skvísurnar erum búnar að fá að gera!
í gær var vaknað eldsnemma til þess að setja upp andlitið og gera krullur í hárið og svo var tekið upp svona smá kynningarmyndband af hverri á einni sem verður sett inn á heimasíðu keppninnar www.missworld.com .. svo eftir hádegismatinn vorum við allar kallaðar á smá fund með manni sem var að kenna okkur afríkanaska þjóðsönginn.. mjög skemmtilegt lag. .verð samt að viðurkenna að ég er ekki alveg komin með hann á hreint, svolítið flókið tungumál :) frá 3-5 fengum við svo tíma til þess að gera okkur tilbúnar fyrir welcome dinnerinn sem var í gærkvöldi, síðkjólar og fínerí semsagt.. og áður en kvöldið hófst var smá æfing á sviðinu þar sem hver og ein labbaði fram og veifaði eða heilsaði og var svo fylgt til sætis af þessum glerfínu herramönnum í smóking hehe.. svo voru kynnar og dansarar og söngvarar og skemmtiatriði þar sem þessu var sjónvarpað.. otrúlega flott kvöld og góður matur! ég lenti á borði með yndislegum hjónum sem eg spjallaði mikið við.. konan frá suður afríku og maðurinn hennar franskur.
svo í morgun byrjaði dagurinn líka eldsnemma þar sem við þurftum að vera tilbúnar kl. half 8. Fórum á rosa flotta brú hérna þar sem var verið að taka upp eh efni og smella nokkrum myndum. svo var haldið í lunch á ótrúlega flottum stað sem eg man reyndar ekki hvað heitir er að henda inn nokkrum myndum frá báðum dögunum..
Svo eldsnemma í fyrramálið hefst safaríið ! erum ekki búin að fá nein details en það lýtur allt út fyrir að það verði rosa gaman.. beach beauty forkeppnin og miss sports woman verður líklega haldið í þessum túr .. þannig það er bara skemmtilegt framundan :D
Ég og Linda erum núna bara dauðþreyttar uppi á hotelherbergi aðeins að tölvast.. ætla að fara byrja pakka í töskurnar fyrir safaríið! Hugsa að eg bloggi ekkert fyrr en eg kem til baka því ég tek tölvuna min ekki með... þannig það verður nóg að segja frá í næsta bloggi..
Bestu kveðjur heim á klakann :)
Bílar og akstur | 18.11.2008 | 15:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
jæja þá er maður loksins lentur í suður afríku og fyrsti dagurinn búinn.. ferðalagið var nú meira ævintýrið þar sem allt fór úrskeiðis í london ! en ég rétt náði nú í vélina og restin gekk rosalega vel :) Tóku starfsmenn á móti mér á flugvellinum frá Miss World og ég fór í rútu upp á hótel ásamt nokkrum stelpum. Svo kom ég mér fyrir og lagði mig í smá stund. Er með Miss Finnland í herbergi, hún er samt ekki ennþá komin ætti að mæta á svæðið hvað af hverju samt ..
Það átti að taka upp í dag smá kynningarmyndband sem verður sett á netið en svo var ekki nógur tími og það verður gert eldsnemma í fyrramálið í staðin. Svo var kvöldmatur og þar fékk maður að sjá nánast allar stelpurnar, fyrir utan þær sem mæta núna í kvöld. Lýst bara ágætlega á þennan hóp, mikið af fínum stelpum :)
Eftir matinn var fundur með Juliu Morley eiganda keppninnar þar sem var farði yfir nokkur atriði ásamt dagskránni. Afríkutúrinn sem byrjar á þriðjudag verður víst algjör snilld... Alvöru safarí og fleira skemmtilegt :D
Hótelið sem við gistum á er ótrúlega flott og starfsmennirnir yndislegir.. þetta lýtur allt allavega mjög vel út so far..
ætla ekki að hafa þetta lengra í kvöld.. spurning um að næla sér í smá svefn áður en það verður vaknað eldsnemma í morgunmat:)
Bestu kveðjur frá Afríku!
Bílar og akstur | 16.11.2008 | 20:45 (breytt kl. 20:45) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Færsluflokkar
Eldri færslur
Myndaalbúm
Af mbl.is
Fólk
- Gæti fengið allt að 24 ára dóm
- Sláandi lík föður sínum
- Trump Jr. og Bettina Anderson farin að búa saman
- Stórbrotið verk Bjarkar í sýningu hérlendis
- Skoran á Sanchez vakti athygli á innsetningu Trumps
- Þetta lærði Tinna af móður sinni
- Klessti á vegg og átti ekki mjög gott tímabil
- Ýtir undir sögusagnir um skilnað
- Heimili Tyru Banks varð eldinum að bráð
- Írönsk poppstjarna dæmd til dauða