Færsluflokkur: Bílar og akstur

þriðji dagur

 

 

 í dag er þriðju dagurinn og það er samt heill hellingur sem við skvísurnar erum búnar að fá að gera!

í gær var vaknað eldsnemma til þess að setja upp andlitið og gera krullur í hárið og svo var tekið upp svona smá kynningarmyndband af hverri á einni sem verður sett inn á heimasíðu keppninnar www.missworld.com .. svo eftir hádegismatinn vorum við allar kallaðar á smá fund með manni sem var að kenna okkur afríkanaska þjóðsönginn.. mjög skemmtilegt lag. .verð samt að viðurkenna að ég er ekki alveg komin með hann á hreint, svolítið flókið tungumál :) frá 3-5 fengum við svo tíma til þess að gera okkur tilbúnar fyrir welcome dinnerinn sem var í gærkvöldi, síðkjólar og fínerí semsagt.. og áður en kvöldið hófst var smá æfing á sviðinu þar sem hver og ein labbaði fram og veifaði eða heilsaði og var svo fylgt til sætis af þessum glerfínu herramönnum í smóking hehe.. svo voru kynnar og dansarar og söngvarar og skemmtiatriði þar sem þessu var sjónvarpað.. otrúlega flott kvöld og góður matur! ég lenti á borði með yndislegum hjónum sem eg spjallaði mikið við.. konan frá suður afríku og maðurinn hennar franskur. 

 svo í morgun byrjaði dagurinn líka eldsnemma þar sem við þurftum að vera tilbúnar kl. half 8. Fórum á rosa flotta brú hérna þar sem var verið að taka upp eh efni og smella nokkrum myndum. svo var haldið í lunch á ótrúlega flottum stað sem eg man reyndar ekki hvað heitir er að henda inn nokkrum myndum frá báðum dögunum.. 

 Svo eldsnemma í fyrramálið hefst safaríið ! erum ekki búin að fá nein details en það lýtur allt út fyrir að það verði rosa gaman..  beach beauty forkeppnin og miss sports woman verður líklega haldið í þessum túr .. þannig það er bara skemmtilegt framundan :D

 

Ég og Linda erum núna bara dauðþreyttar uppi á hotelherbergi aðeins að tölvast.. ætla að fara byrja pakka í töskurnar fyrir safaríið! Hugsa að eg bloggi ekkert fyrr en eg kem til baka því ég tek tölvuna min ekki með... þannig það verður nóg að segja frá í næsta bloggi..

 

Bestu kveðjur heim á klakann :)


Suður Afríka..

 

jæja þá er maður loksins lentur í suður afríku og fyrsti dagurinn búinn.. ferðalagið var nú meira ævintýrið þar sem allt fór úrskeiðis í london ! en ég rétt náði nú í vélina og restin gekk rosalega vel :)   Tóku starfsmenn á móti mér á flugvellinum frá Miss World og ég fór í rútu upp á hótel ásamt nokkrum stelpum. Svo kom ég mér fyrir og lagði mig í smá stund. Er með Miss Finnland í herbergi, hún er samt ekki ennþá komin ætti að mæta á svæðið hvað af hverju samt ..

 Það átti að taka upp í dag smá kynningarmyndband sem verður sett á netið en svo var ekki nógur tími og það verður gert eldsnemma í fyrramálið í staðin. Svo var kvöldmatur og þar fékk maður að sjá nánast allar stelpurnar, fyrir utan þær sem mæta núna í kvöld. Lýst bara ágætlega á þennan hóp, mikið af fínum stelpum :) 

 Eftir matinn var fundur með Juliu Morley eiganda keppninnar þar sem var farði yfir nokkur atriði ásamt dagskránni. Afríkutúrinn sem byrjar á þriðjudag verður víst algjör snilld... Alvöru safarí og fleira skemmtilegt :D

 Hótelið sem við gistum á er ótrúlega flott og starfsmennirnir yndislegir.. þetta lýtur allt allavega mjög vel út so far..

 

ætla ekki að hafa þetta lengra í kvöld.. spurning um að næla sér í smá svefn áður en það verður vaknað eldsnemma í morgunmat:)

 

Bestu kveðjur frá Afríku!


Höfundur

Alexandra Helga Ívarsdóttir
Alexandra Helga Ívarsdóttir
Heiti Alexandra Helga og er 19 ára . Er að blogga um miss world ævintýrið mitt endilega fylgist með :)

Færsluflokkar

Eldri færslur

Mars 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband